Upphafið hjá Agú var í ársbyrjun 2012, þá varð ég ófrísk af dóttur minni. Á sama tíma byrjaði ég að gera snið og sauma allskonar barnaföt.
Hugmyndin í upphafi var alltaf að hanna litrík og þæginleg barnaföt úr vönduðum efnum, þannig rúllaði þetta af stað og fyrstu flíkurnar litu dagsins ljós.
Fljótlega fóru fjölskylda og vinir að leggja inn pantanir og ég ákvað í byrjun 2013 að setja Agú á facebook. Þetta óx hratt upp frá því og hefur gengið mjög vel allar götur síðan.
Agú hefur verið á sýningum eins og Handverk og Hönnun og ásamt fleirum. Eftir að ég flutti úr Reykjavík ákvað ég að setja af stað þessa síðu til að gera fólki auðveldara með að sjá hvað er til og hvað er í gangi á hverjum tíma .
kvBrynja :)